Fara í innihald

Kenía

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Kenýa)
Lýðveldið Kenía
Republic of Kenya
Jamhuri ya Kenya
Fáni Keníu Skjaldarmerki Keníu
Fáni Skjaldarmerki
Kjörorð:
Harambee (svahílí)
Vinnum saman
Þjóðsöngur:
Ee Mungu Nguvu Yetu
Staðsetning Keníu
Höfuðborg Naíróbí
Opinbert tungumál enska og svahílí
Stjórnarfar Forsetaræði

Forseti William Ruto
Sjálfstæði frá Bretlandi
 • Viðurkennt 12. desember 1963 
 • Lýðveldi 12. desember 1964 
Flatarmál
 • Samtals
 • Vatn (%)
48. sæti
580.367 km²
2,3
Mannfjöldi
 • Samtals (2022)
 • Þéttleiki byggðar
27. sæti
55.864.655
78/km²
VLF (KMJ) áætl. 2022
 • Samtals 333,268 millj. dala (61. sæti)
 • Á mann 6.061 dalir (140. sæti)
VÞL (2021) 0.575 (152. sæti)
Gjaldmiðill kenýaskildingur
Tímabelti UTC+3
Þjóðarlén .ke
Landsnúmer +254

Kenía (svahílí: Jamhuri ya Kenya; enska: Republic of Kenya) er land í Austur-Afríku með landamæri að Eþíópíu í norðri, Sómalíu í austri, Tansaníu í suðri, Úganda í vestri og Suður-Súdan í norðvestri, og strönd við Indlandshaf í austri. Kenía er um 580.000 km² að stærð og 48. stærsta land heims. Íbúar eru um 50 milljónir[1] og Kenía er 29. fjölmennasta land heims.[2] Höfuðborg og stærsta borg landsins er Naíróbí, en elsta og önnur stærsta borg landsins er hafnarborgin Mombasa. Kisumu er þriðja stærsta borgin og líka hafnarborg við Viktoríuvatn. Aðrar stórar borgir eru Nakuru og Eldoret.

Árið 2020 var Kenía þriðja stærsta hagkerfi Afríku sunnan Sahara, á eftir Nígeríu og Suður-Afríku.[3] Landfræði Kenía er mjög fjölbreytt, allt frá snævi þöktum fjallstindum (Batian, Nelion og Point Lenana á Keníafjalli) að víðáttumiklum skógum, gresjum og frjósömum landbúnaðarhéruðum að tempruðu loftslagi í vesturhéruðunum við sigdalinn, að þurrum og hálfþurrum eyðimerkum (Chalbi-eyðimörkin og Nyiri-eyðimörkin).

Elstu íbúar Kenía voru veiðimenn og safnarar, líkt og Hadzar nútímans.[4][5] Samkvæmt fornleifarannsóknum á manngerðum gripum og beinagrindum hefur fólk sem talaði kúsísk mál sest að í Kenía milli 3.200 og 1.300 f.Kr. Nílótar sem færðu með sér kvikfjárrækt tóku að flytjast þangað frá núverandi Suður-Súdan um 500 f.Kr.[6][7] Bantúmenn settust að við ströndina og innar í landi milli 250 f.Kr. og 500.[8] Portúgalar komu þangað fyrstir Evrópumanna um 1500 og nýlenduvæðing landsins hófst í kapphlaupinu um Afríku á 19. öld. Nútímaríkið Kenía spratt upp úr breska Verndarsvæði Austur-Afríku sem var stofnað 1895 og varð Keníanýlendan árið 1920. Deilur milli Bretlands og nýlendunnar leiddu til Mau Mau-uppreisnarinnar, sem hófst 1952, og sjálfstæðisyfirlýsingar 1963. Fyrsta stjórnarskrá Kenía var samþykkt 1963, en núverandi stjórnarskrá er frá 2010.

Kenía er lýðveldi sem býr við fulltrúalýðræði og forsetaræði þar sem forsetinn er bæði þjóðhöfðingi og stjórnarleiðtogi.[9] Kenía er aðili að Sameinuðu þjóðunum, Breska samveldinu, Heimsbankanum, Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, COMESA, Alþjóðadómstólnum og fleiri alþjóðastofnunum. Kenía telst vera miðtekjuland. Hagkerfi Kenía er það stærsta í Austur- og Mið-Afríku[10][11] og Naíróbí er helsta viðskiptamiðstöð svæðisins.[11] Landbúnaður er stærsta atvinnugreinin. Helstu framleiðsluvörur eru te og kaffi, en útflutningur á ferskum blómum fer vaxandi. Þjónustugeirinn er líka mikilvægur, sérstaklega ferðaþjónusta. Kenía er aðili að Austur-Afríkusambandinu.[12] Helstu viðskiptalönd Kenía eru í Afríku, en þar á eftir kemur Evrópusambandið.[13]

Kenía dregur nafn sitt af Keníafjalli. Elsta ritaða dæmið um nafnið er að finna í skrifum þýska landkönnuðarins Johann Ludwig Krapf frá 19. öld. Hann ferðaðist með vagnalest undir stjórn hins sögufræga kaupmanns Kivoi Mwendwa. Krapf kom auga á fjallstindinn og spurði hvað hann héti. Kivoi sagði við hann Kĩ-Nyaa eða Kĩĩma-KĩĩnyaaStrútur“, líklega vegna þess að hvítur snjórinn og svartir klettarnir mynduðu mynstur sem minnti á strútsfjaðrir.[14] Akiguyuar sem búa í hlíðum fjallsins kalla það Kĩrĩma Kĩrĩnyaga á kíkújú, en Embuar kalla það Kirenyaa. Öll þrjú nöfnin hafa sömu merkingu.[15]

Ludwig Krapf skráði nafnið bæði sem Kenia og Kegnia.[16][17][18] Sumir segja að síðari útgáfan hafi verið nákvæm ritun miðað við framburðinn /ˈkɛnjə/.[19] Kort eftir skoska náttúrufræðinginn Joseph Thompsons frá 1882 notar nafnið Mt. Kenia.[14] Nafn fjallsins varð síðan að nafni landsins. Það var ekki almennt notað fyrr á nýlendutímanum þegar landið var kallað Verndarsvæði Austur-Afríku. Opinbera heitinu var breytt í Keníunýlenduna árið 1920.

Landfræði

[breyta | breyta frumkóða]

Kenía liggur við austurströnd Afríku. Miðbaugur liggur í gegnum norðurhluta þess. Landið er að miklu leyti hálent, en láglent við strendur. Í vesturdalnum eru mörg stór og afar djúp stöðuvötn svo sem Tanganjikavatn sem er annað dýpsta stöðuvatn heimis. Nyrst við landamæri Eþíópíu er mjög stórt vatn sem nefnist Turkanavatn. Í eystri sigdalinum eru grunn og afrennslulaus vötn. Ástæðan fyrir að vötnin þar eru grynnri er sú að þykk lög af eldfjallaösku hafa sest í austurdalnum.

Kenía er 580.367 ferkílómetrar að stærð og íbúadreif er 77,56 íbúar á ferkílómeter (07-2014). Höfuðborgin Nairobi er í 1800 metra hæð. Í Kenía velur folk sér bústað eftir gæðum náttúrunnar. Flestir hinna 28 milljón íbúa Kenía búa í suðurhluta landsins í grennd við höfuðborgina Nairobi og við landamæri Úganda hjá Viktoríuvatni. Þar eru góðar jarðir og nægileg úrkoma til að stunda akuryrkju. Það búa líka margir við strandlengjuna. Aðeins örfá prósent íbúa Kenía borga nokkurn skatt. Allir hinir eru smábændur sem stunda sjáfsþurfarbúskap eða vinna firir sér innan á óopinbera geirans í borgunum. Kenía er þróunarland og lífskjör þar eru afar ólík því sem gerist á Íslandi. Þegar Keníabúar fara til vinnu sinnar í borgunum fara þeir ekki á bíl, hjóli eða vespu Heldur fótgangandi. Sundum eru samt teknar rútur eða strætisvagnar en flestir ganga saman í stórum hópum inn í miðborgina og svo aftur heim um kvöldið. 99 prósent af Keníabúum eru af mismunandi þjóðarbrotum blökkumanna. Í landinu búa 80.000 arabar, 50.000 hvítir menn og 40.000 manns af asíuættum. Næstum því hvert þjóðarbrot hefur sitt eigið tungumál en til að einfalda þann vanda hefur Svahílí verið gert að ríkismáli. Svahílí er bantúmál sem blandast hefur við smá arabísku og ensku. Landamæri Tansaníu og Kenýu voru upphaflega alveg bein. Fyrir hundrað árum fengu landamærin þá lögun sem þau eru núna. Kenía var þá ensk nýlenda en Tansanía þýsk. Viktoría Bretadrottning breytti landamærunum þegar hún gaf þýska keisaranum, frænda sínum Kilimanjaro í afmælisgjöf. Kenía varð sjálfstætt ríki 1963.

Mjög margir starfa við landbúnað í Kenía. Landbúnaðinum er skipt í þrennt: smábú, stórbú og hefðbundin búfjárrækt. Langflestir vinna á smábúum. Smábændur rækta mest maís, sem er uppistaða fæðu venjulegs Kenía búa. Smábændur rækta líka baunir, maniok, durra, hirsi og kál. Þeir halda líka flestir kýr, kindur og geitur. Stórbúin eru hins vegar oftast í eigu hlutafélaga eða einstakra ríkra keníubúa. Afurðirnar þaðan eru ætlaðar til sölu. Þá er um að ræða: kaffi, te og ananas. Þeir sem lifa á hinni hefðbundnu búffjárrækt eru þjóðarbrotin sem stunda að mestu sjálfþurftabúskap. Í Kenía eru um 50 mismunandi þjóðir. Fyrsti forseti landsins var Jomo Kenyatta. Hann var af fjölmennustu þjóðinni kíkújú. Á meðan hann ríkti naut sú þjóð ýmissa forréttinda. Af því hlutust óeirðir í landinu. Áður en Kenía varð sjálfstætt ríki þá ríkti mikið ósætti í samfélaginu en nú eiga þau að starfa saman í einu ríki. Nú á dögum er Kenía með friðsamlegari löndum í Afríku, þrátt fyrir ýmsa erfiðleika.

Stjórnmál

[breyta | breyta frumkóða]

Stjórnsýslueiningar

[breyta | breyta frumkóða]
Kort Nr. Hérað Flatarmál Íbúar Höfuðborg
1. Miðhérað Keníu 13.191 km² 4.304.300 Nyeri
2. Strandhérað Keníu 83.603 km² 2.583.600 Mombasa
3. Austurhérað Keníu 159.892 km² 5.380.200 Embu
4. Naíróbíhérað 684 km² 2.940.911 Naíróbí
5. Norðausturhérað Keníu 126.902 km² 962.143 Garissa
6. Nyanza 16.162 km² 4.889.760 Kisumu
7. Sigdalurinn 173.854 km² 7.630.300 Nakuru
8. Vesturhérað Keníu 8.361 km² 3.569.400 Kakamega

Íbúar Keníu voru rúmlega 50 milljónir árið 2022.[20] Þjóðin er ung með 73% íbúa undir þrítugu vegna mikillar mannfjöldaaukningar,[21][22], en íbúafjöldi hefur meira en tífaldast á innan við einni öld.[23]

Íbúar Keníu tilheyra nokkrum af stærstu þjóðum og málahópum Afríku. Enginn opinber listi yfir upprunahópa í Keníu er til, en fjöldi flokka og undirflokka hefur vaxið frá 42 árið 1969 í yfir 120 árið 2019.[24] Flestir íbúar eru Bantúar (60%) eða Nílótar (30%).[25] Keníabúar sem tala kúsísk mál mynda minnihlutahóp í landinu, auk Araba, Indverja og Evrópumanna.[25][26]

Samkvæmt Tölfræðistofnun Keníu (KNBS) voru íbúar landsins 47.564.296 árið 2019. Stærstu upprunahóparnir voru Kikújúar (8.148.668), Lúhíjar (6.823.842), Kalenjinar (6.358.113), Lúóar (5.066.966), Kambar (4.663.910), Sómalar (2.780.502), Kisiiar (2.703.235), Mijikendar (2.488.691), Merúar (1.975.869), Masajar (1.189.522) og Túrkanar (1.016.174). Norðausturhérað Keníu, sem áður var þekkt sem NFD, er aðallega byggt Sómölum. Íbúar af erlendum uppruna eru meðal annars Arabar frá Óman, Indverjar og Evrópumenn.[27]

Í Naíróbí er eitt stærsta fátækrahverfi heims, Kibera. Talið er að þar búi milli 170.000[28] og ein milljón manna.[29] Flóttamannabúðir Sameinuðu þjóðanna í Dadaab í norðurhlutanum hýsa um 500.000 manns.[30]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. „2019 KENYA POPULATION AND HOUSING CENSUS - POPULATION BY COUNTY AND SUB COUNTY - Kenya Data Portal“. kenya.opendataforafrica.org. Afrit af upprunalegu geymt þann 16. apríl 2021. Sótt 2. janúar 2021.
  2. „2019 Kenya Population and Housing Census Results“. Kenya National Bureau of Statistics. 4. nóvember 2019. Afrit af uppruna á 13. nóvember 2019. Sótt 15. nóvember 2019.
  3. Reporter, Standard. „Kenya now third-largest economy in sub-Saharan Africa“. The Standard (enska). Afrit af uppruna á 8. júní 2020. Sótt 8. júní 2020.
  4. „African Hunter-Gatherers: Survival, History and Politics of Identity“ (PDF). repository.kulib.kyoto-u.ac.jp (enska). Afrit (PDF) af uppruna á 4. nóvember 2018. Sótt 18. október 2021.
  5. „The East African Bushmen“. researchgate.net (enska). Afrit af uppruna á 9. janúar 2022. Sótt 18. október 2021.
  6. Ehret, C. (1983) Culture History in the Southern Sudan, J. Mack, P. Robertshaw, Eds., British Institute in Eastern Africa, Nairobi, pp. 19–48, ISBN 1-872566-04-9.
  7. Ambrose, S.H. (1982). "Archaeological and linguistic reconstructions of history in East Africa." In Ehert, C., and Posnansky, M. (eds.), The archaeological and linguistic reconstruction of African history, University of California Press, ISBN 0-520-04593-9.
  8. „Wonders Of The African World“. pbs (enska). Afrit af uppruna á 19. október 2019. Sótt 18. október 2021.
  9. „Victorian Electronic Democracy - Final Report - Table of ContentsVictorian Electronic Democracy - Final Report - Glossary“. 13. desember 2007. Afrit af upprunalegu geymt þann 13. desember 2007. Sótt 29. janúar 2019.
  10. Ethiopia GDP purchasing power 2010: 86 billion Geymt 14 nóvember 2017 í Wayback Machine. Imf.org. 14 September 2006.
  11. 11,0 11,1 Kenya GDP purchasing power 2010: 66 Billion Geymt 11 janúar 2012 í Wayback Machine. Imf.org. 14 September 2006.
  12. Maxwell, Daniel, and Ben Watkins. "Humanitarian information systems and emergencies in the Greater Horn of Africa: logical components and logical linkages." Disasters 27.1 (2003): 72-90.
  13. Mwangi S. Kimenyi; Francis M. Mwega; Njuguna S. Ndung'u (maí 2016). „The African Lions: Kenya country case study“ (PDF). The Brookings Institution. Afrit (PDF) af uppruna á 27. maí 2016. Sótt 23. maí 2016.
  14. 14,0 14,1 Sullivan, Paul (2006). Kikuyu Districts. Dar es Salaam, Tanzania: Mkuki na Nyota Publishers.
  15. „History“. Afrit af upprunalegu geymt þann 26. maí 2016. Sótt 13. maí 2016.
  16. Krapf, Johann Ludwig (1860). Travels, Researches, and Missionary Labours in Eastern Africa. London: Frank Cass & Co. Ltd.
  17. Krapf, Johann Ludwig (13. maí 1850). „Extract from Krapf's diary“. Church Missionary Intelligencer. i: 452.
  18. Foottit, Claire (2006) [2004]. Kenya. The Brade Travel Guide. Bradt Travel Guides Ltd. ISBN 978-1-84162-066-4.
  19. Ratcliffe, B. J. (janúar 1943). „The Spelling of Kenya“. Journal of the Royal African Society. 42 (166): 42–44. JSTOR 717465.
  20. „Kenya“. The World Factbook (2022 ed.). Central Intelligence Agency. 2022. Sótt 24. september 2022.
  21. "Why a new president may slow population growth Geymt 15 febrúar 2009 í Wayback Machine". The Christian Science Monitor. 14 January 2008.
  22. Zinkina J.; Korotayev A. (2014). „Explosive Population Growth in Tropical Africa: Crucial Omission in Development Forecasts (Emerging Risks and Way Out)“. World Futures. 70 (2): 120–139. CiteSeerX 10.1.1.691.8612. doi:10.1080/02604027.2014.894868. S2CID 53051943. Afrit af uppruna á 9. janúar 2022. Sótt 11. janúar 2020.
  23. "Exploding population Geymt 15 júlí 2014 í Wayback Machine". The New York Times. 7. janúar 2008.
  24. Balaton-Chrimes, Samantha (2020). „Who are Kenya's 42(+) tribes? The census and the political utility of magical uncertainty“. Journal of Eastern African Studies. 15: 43–62. doi:10.1080/17531055.2020.1863642. ISSN 1753-1055. S2CID 231681524.
  25. 25,0 25,1 Asongu, J. J.; Marr, Marvee (2007). Doing Business Abroad: A Handbook for Expatriates. Greenview Publishing Co. bls. 12 & 112. ISBN 978-0-9797976-3-7.
  26. Peak Revision K.C.P.E. Social Studies (enska). East African Publishers. ISBN 9789966254504.
  27. „2019 Kenya Population and Housing Census Volume IV: Distribution of Population by Socio-Economic Characteristics“. Kenya National Bureau of Statistics. Afrit af uppruna á 5. júní 2020. Sótt 24. mars 2020.
  28. Karanja, Muchiri (3. september 2010). „Myth shattered: Kibera numbers fail to add up“. Daily Nation. Afrit af uppruna á 6. desember 2018. Sótt 4. september 2010.
  29. „World Water Day Focus on Global Sewage Flood“. National Geographic. 22. mars 2010. Afrit af uppruna á 15. janúar 2012. Sótt 10. febrúar 2012.
  30. The UN Refugee Agency Geymt 23 desember 2011 í Wayback Machine. Unhcr.org.