Fara í innihald

Hugmegin

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Hugmegin eða psychokinesis (úr grísku ψυχή, „psyche“, þýðir sál, hjarta eða lífsandi; og κίνησις, „kinesis“, þýðir hreyfing; bókstaflega „hugarhreyfing“),[1][2] einnig þekkt sem telekinesis[3] (Gríska τῆλε + κίνησις, bókstafleg þýðing er „fjarhreyfing“), er hugtak sem var búið til af útgefandanum Henry Holt[4] um bein áhrif hugarins á efnislega hluti sem er ekki hægt að greina sem miðlun eitthverrar þekktrar líkamlegrar orku.[5] Dæmi um hugmegin eru að aflaga eða færa til hluti[6] og að hafa áhrif á útkomu forrits sem velur tölur af handahófi.[5][7][8]

Rannsóknir á fyrirbærum sem sögð eru vera hugmegin eru hluti af dulsálfræði. Sumir rannsakendur hugmegina fullyrða að hugmegin sé til og eigi skilið frekari rannsókir, þó svo að fókus rannsókna í gegnum tíðina hafi færst frá stórum fyrirbærum yfir í tilraunir til að hafa áhrif á teninga og svo á talnaforritin sem velja tölur af handahófi.[9][10][11][12]

Það eru engin beinhörð vísindaleg sannindi fyrir því að hugmegin sé til.[13] Árið 2006 var greint 380 rannsóknir og fundust „mjög lítil“ áhrif, hægt er að útskýra það með hlutdrægni útgefenda þar sem þeir gefa aðeins út jákvæðu niðurstöðurnar en ekki þær neikvæðu.[11] Rannsóknir á hugmeginum hafa í gegnum tíðina verið gagnrýndar meðal annars fyrir að ekki er hægt að endurtaka þær.[14][15][16]

Franskur svikahrappur í andaljósmyndun Édouard Isidore Buguet[17] (1840-1901) falsar hugmegin á þessari ljósmynd, Fluidic Effect, frá árinu 1875.

Hugtakið „telekinesis“ var búið til árið 1890 af rússneskum rannsakanda á yfirskilvitlegum fyrirbærum, Alexander N. Aksakof.[18][19] Hugtakið psychokinesis eða hugmegin var búið til árið 1914[20] af bandaríska höfundinum og útgefandanum Henry Holt, í bókinni hans On the Cosmic Relations.[21][22] Vinur hans, bandaríski dulsálfræðingurinn J. B. Rhine, tók hugtakið upp á arma sína í tengslum við tilraunir til að finna út hvort að manneskja gæti haft áhrif á hvernig teningar falla.[23][24] Báðum hugtökunum hefur verið lýst með öðrum orðum, svo sem „fjaráhrif“, „fjarlægðaráhrif“.[25] „fjargeðáhrif“,[26], "miðaður meðvitaður ásetningur".[27] og „hugurinn ofar efninu“.[28] Upprunalega var telekinesis notað til að vísa til hreyfingu hluta sem fundust ekki skýringar á, haldið var að draugar, englar, djöflar eða önnur yfirnáttúruleg öfl stæðu þar að baki.[28] Síðar fóru vangaveltur af stað um að manneskjur stæðu fyrir þessum atburðum[29] og gætu mögulega hreyft hluti án nokkurra tengsla við spíritisma, líkt og miðilsfundi, og þá var psychokinesis bætt í orðasafnið.[28] Á endanum varð psychokinesis viðurkennda orðið hjá dulsálfræðingum. Sjónvarpsþættir, bækur og kvikmyndir nota hins vegar frekar telekinesis til að lýsa hlutum sem færast yfirnáttúrulega, líklega vegna þess að orðið er líkt öðrum hugtökum í sama geira líkt og telepathy eða hugsanaflutningur og teleportation eða fjarflutningur.

Mælingar og athuganir

[breyta | breyta frumkóða]
Dæmi um ósjálfrátt hugmegin birtist á forsíðu franska tímaritsins La Vie Mysterieuse árið 1911.

Dulsálfræðingar lýsa tveimur gerðum af mælanlegum og athuganlegum áhrifum hugmegina.[26][28][30] Mjög lítil áhrif eru kölluð míkró-PK, þau eru til dæmis stjórnun á sameindum, atómum[26], öreindum[26] o.s.frv. sem er aðeins hægt að athuga með vísindalegum tækjum. Makró-PK eru stór áhrif sem er hægt að sjá með berum augum.

Ósjálfráð verkun

[breyta | breyta frumkóða]

Ósjálfráðar hreyfingar á hlutum hafa verið tilkynntir og margir dulsálfræðingar telja að þær séu mögulega dæmi um hugmegin.[23][28] Dulsáfræðingurinn William G. Roll bjó til hugtakið „endurtekin ósjálfráð hugmegin“ (RSPK) árið 1958.[31][32] Skyndileg hreyfing hluta án ásetnings í viðurvist vitna er talið af mörgum vera hugmegin í undirmeðvitundinni[33] Ósjálfráðar hreyfingar þar sem fólk skaðast ef til vill eru stundum rannsakaðar sem ærsladraugsmál.[34]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Random House Webster's Unabridged Dictionary. Boston, Massachusetts: Random House Reference. 2001. bls. 1560. ISBN 0-375-42599-3. OCLC 48010385. „psycho-, a combining form representing psyche in compound words. ... (Gk, comb. form of psyche breath, spirit, soul, mind; akin to psycheim to blow).“
  2. Erin McKean, [principal editor]. (1994). The New Oxford American Dictionary. New York City: Oxford University Press. bls. 1367. ISBN 0-19-517077-6. OCLC 123434455. „psycho. comb. form relating to the mind or psychology: ...from Greek psukhe breath, soul, mind.“
  3. „Encyclopedia Britannica online: psychokinesis“. Afrit af upprunalegu geymt þann maí 29, 2006. Sótt 16. júlí 2006.
  4. Holt, Henry, On the Cosmic Relation - Book II- Part III, Psychokinesis, pp.216-217
  5. 5,0 5,1 „Parapsychological Association, glossary of key words frequently used in parapsychology“. Afrit af upprunalegu geymt þann ágúst 24, 2010. Sótt 20. desember 2006.
  6. „On-Line Medical Dictionary: psychokinesis“. Afrit af upprunalegu geymt þann febrúar 5, 2008. Sótt 16. júlí 2006.
  7. Jeffers, Stanley (júní 2007). "PEAR Lab Closes, Ending Decades of Psychic Research," Skeptical Inquirer. Amherst, New York, USA: Committee for Skeptical Inquiry. bls. 16. „Much of the work of the PEAR group has employed 'random event generators' (REGs), which are essentially electronic random number generators whose ' operators' are invited by dint [force, power] of their own intentionality, to bias in such a way, that the mean of the random number distribution would be either higher or lower than it would be in the absence of their intentional efforts...“
  8. „Parapsychological Association FAQ“. Parapsychological Association. 1995. Afrit af upprunalegu geymt þann 26. júní 2007. Sótt 2. júlí 2007.
  9. „The Princeton Engineering Anomalies Research“. Afrit af upprunalegu geymt þann 30. nóvember 2004. Sótt 22. mars 2010.
  10. „Parapsychological Association FAQs - discussion of random number generator experiments“. Afrit af upprunalegu geymt þann ágúst 19, 2007. Sótt 13. ágúst 2007.
  11. 11,0 11,1 Bösch, Holger (júlí 2006). „Examining psychokinesis: The interaction of human intention with random number generators--A meta-analysis“. Psychological Bulletin. 132 (4): 497–523. doi:10.1037/0033-2909.132.4.497. PMID 16822162. Sótt 17. nóvember 2008.
  12. Hyman, Ray (2007). „Evaluating Parapsychological Claims“. Í Robert J. Sternberg, Henry L. Roediger, Diane F. Halpern (ritstjóri). Critical Thinking in Psychology. Cambridge University Press. bls. 218. ISBN 0521608341.
  13. Vyse, Stuart A. (1997). Believing in Magic: The Psychology of Superstition. Oxford University Press US. bls. 129. ISBN 0195136349. „[M]ost scientists, both psychologists and physicists, agree that it has yet to be convincingly demonstrated.“
  14. Girden, Edward (september 1962). „A review of psychokinesis (PK)“. Psychological Bulletin. 59 (5): 353–388. doi:10.1037/h0048209.
  15. Humphrey, Nicholas K. (1995). Soul Searching: Human nature and supernatural belief. Chatto & Windus. ISBN 0-7011-5963-4.
  16. Carroll, Robert Todd (2005). „psychokinesis (PK)“. Skepdic.com. The Skeptics Dictionary. Sótt 5. október 2007.
  17. Hajela, Deepti (3. október 2005). „New exhibit looks at occult photography“. Associated Press story. Sótt 19. janúar 2008.[óvirkur tengill]
  18. Myers, Frederic William Henry (desember 1890). Proceedings. London, England: the journal of the Society for Psychical Research. „For the alleged movements without contact... M. A. Aksakof's new word 'telekinetic' seems to me the best attainable.“ Note: this quote as a cited reference can also be found in the multivolume "The Oxford English Dictionary, Second Edition", 1989, Clarendon Press, Oxford, England, ISBN Kerfissíða:Bókaheimildir/0-19-861229-X."
  19. „Online Etymology Dictionary“. Sótt 20. janúar 2007. „Telekinesis. 1890, said to have been coined by Alexander N. Aksakof (1832-1903) Imperial Councilor to the Czar... Translates Ger. 'Fernwirkung.'
  20. Frederick C. Mish, ritstjóri (2005). Merriam-Webster's Collegiate Dictionary, Eleventh Edition. Springfield, Massachusetts, USA: Merriam-Webster, Incorporated. bls. 1004. ISBN 0-87779-809-5. OCLC 146761465. „Psychokinesis (1914)....“
  21. „Parapsychology Foundation "Basic terms in Parapsychology". Sótt 22. desember 2006.
  22. Holt, Henry (1914). On the Cosmic Relations (PDF). Cambridge: Houghton Mifflin. Sótt 13. desember 2007.
  23. 23,0 23,1 Spence, Lewis (1920). Encyclopedia of Occultism and Parapsychology. Kessinger Publishing (reprint publisher). bls. 752–753, 879, 912, 933. ISBN 0-7661-2817-2.
  24. „Parapsychological Association - Glossary: PK/Psychokinesis“. Afrit af upprunalegu geymt þann ágúst 24, 2010. Sótt 19. júlí 2006.
  25. , „Overview of Current Parapsychology Research in the Former Soviet Union, Introduction“ (PDF). Subtle Energies Volume 3, Number 3. 1992. bls. 1. Afrit af upprunalegu (PDF) geymt þann ágúst 28, 2011. Sótt 3. júlí 2007. „AMP research programs in the Soviet Union have primarily focused on experimental studies in 'distant influence' on animate an inanimate systems; i.e., psychokinesis (PK) and bio-PK.“
  26. 26,0 26,1 26,2 26,3 Broughton, Richard S. (1991). Parapsychology: The Controversial Science. New York: Ballantine Books. bls. 35, 75–79, 149, 161–162, 329–330. ISBN 0-345-35638-1.
  27. May, Edwin C., Ph.D; Vilenskaya, Larissa (1992). „Overview of Current Parapsychology Research in the Former Soviet Union, Abstract“ (PDF). Subtle Energies Volume 3, Number 3. bls. 1. Afrit af upprunalegu (PDF) geymt þann ágúst 28, 2011. Sótt 3. júlí 2007. „The authors primarily discuss experiments in anomalous perturbation (often referred to as psychokinesis—PK and bio- which have been the main focus of AMP research programs in the Soviet Union.“
  28. 28,0 28,1 28,2 28,3 28,4 Berger, Arthur S.; Berger, Joyce (1991). The Encyclopedia of Parapsychological and Psychical Research. New York: Paragon House. bls. 326, 341, 430. ISBN 1-55778-043-9.
  29. editorial board; C.A. Burland; Brian Innes. (1995) [1970]. Richard Cavendish (ritstjóri). Man, Myth & Magic: The Illustrated Encyclopedia of Mythology, Religion, and the Unknown. New York: Marshall Cavendish Corporation. bls. 2442. ISBN 1-85435-731-X. OCLC 228665658. „Spiritualism aroused violent antagonism and criticism concentrating particularly on the physical phenomena occurring at seances, which opponents claimed were faked.“
  30. „Library.ThinkQuest.org - Glossary: Macro PK and Micro PK“. Afrit af upprunalegu geymt þann maí 5, 2006. Sótt 14. október 2006.
  31. Roll, William G.; Pratt, J. G. (1958). The Seaford Disturbances. Journal of Parapsychology, Vol. 2,. bls. 79–124.
  32. „Parapsychological Association - Glossary: "RSPK". Afrit af upprunalegu geymt þann ágúst 24, 2010. Sótt 5. janúar 2007.
  33. . Guiley, Rosemary Ellen (1991). Encyclopedia of the Strange, Mystical & Unexplained. New York: Gramercy Books. bls. 454, 456, 478, 609. ISBN 0-517-16278-4.
  34. Monte Davis,; Valerie Moolman; Georg Zappler (1990). Richard Marshall (ritstjóri). Mysteries of the Unexplained. Readers Digest Association. bls. 181. ISBN 0-89577-146-2. OCLC 10605367. „Attempting to understand the forces at work, researchers in parapsychology have hypothesized that the poltergeist's feats in moving objects (which are seen to fly in violation of the laws of gravity, gliding, rising, and turning corners) are examples of psychokinesis, or PK—the ability to influence inanimate objects by mind power.“