Hermannaveiki
Hermannaveiki er smitsjúkdómur sem orsakast af bakteríunni Legionella pneumophila og kemur fram sem bráð lungnabólga. Bakterían veldur einnig kíghósta.
Saga
[breyta | breyta frumkóða]Veikinni var fyrst lýst í Philadelphiu í júlí 1976 vegna faraldurs á ársfundi American Legion -- samtaka fyrrverandi hermanna. Orsök faraldursins var bakteríusmit í loftræstikerfi hótelsins þar sem ársfundurinn var haldinn. Alls smituðust um 221 og létust 34; bæði vegfarendur í nágrenni hótelsins sem og fundargestir. Útbreiðsla veikinnar hófst þó á 6. áratugnum þegar kælikerfi urðu algeng.
Einkenni
[breyta | breyta frumkóða]Hermannaveiki smitast ekki frá manni til manns heldur kemur úr umhverfinu. Bakteríurnar þrífast best í vatni á bilinu 35 til 40°C eða vatnsgufu á álíka bili. Helstu einkenni sjúklinga er hiti, hósti (ýmist þurr eða með slími), vöðvaverkir, höfuðverkur, niðurgangur og lystarleysi. Blóðpróf gefa til kynna lækkaða nýrnastarfsemi. Meðgöngutími, frá smiti til einkenna, er gjarnan 2 til 10 dagar en getur einnig verið styttri. Til að útiloka hermannaveiki frá lungnabólgu eru tekin strokpróf og sett í ræktun.
Meðhöndlun
[breyta | breyta frumkóða]Hermannaveiki er meðhöndluð með sýklalyfjum. Á fyrstu árunum eftir að veikin breiddist fyrst út létust margir en nú hefur hlutfallið fallið niður fyrir 5% smitaðra ef meðhöndlun er hafin fljótlega frá smiti.