Fara í innihald

Helga Möller

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Helga Möller
Fædd12. maí 1957 (1957-05-12) (67 ára)
StörfSöngkona

Helga Möller (f. 12. maí 1957)[1] er íslensk söngkona þekkt fyrir ýmis dægurlög og jólalög.[2] Hún flutti „Gleðibankann“ með hljómsveitinni ICY í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva árið 1986.[3]

Helga er fædd í Reykjavík. Hún stundaði nám við Laugalækjarskóla[1][4] og Verzló.[5]

Sem unglingur söng hún og spilaði á gítar[3] og söng inn á litla plötu með Melchior, hljómsveit Hilmars Oddssonar.[1][4]

Á síðasta árinu í menntaskóla var hún söngkona hljómsveitarinnar Celsíus.[4] Eftir menntaskóla gerðist hún flugfreyja.[4]

Dóttir hennar, Elísabet Ormslev (f. 1993), tók þátt í undankeppni Söngvakeppni sjónvarpsins árið 2016.[6][7][8] Elísabet söng líka bakraddir inn á jólaplötu móður sinnar.[1]

Helga starfar sem tónlistarmaður og flugfreyja.[1][3]

Helga skipar ásamt Jóhanni Helgasyni dúettinn Þú og ég og hafa þau starfað saman í yfir 30 ár.[9] Þau gáfu árið 1979 út slagarann „Í Reykjavíkurborg“.[9]

Frá 1996 hefur hún verið í kántríhljómsveitinni Snörunum ásamt Evu Ásrúnu Albertsdóttur og Ernu Þórarinsdóttur.[10]

Að auki hefur hún verið í Hljómsveit Gunnars Þórðarsonar og Hljómsveit Magnúsar Kjartanssonar[1] og gefið út ýmis barnalög.

Helga hefur sungið mörg af vinsælustu íslensku jólalögunum, þ.m.t. „Ég kemst í hátíðarskap“ og „Aðfangadagskvöld“ sem hún gaf út með Þú og ég.[2][11] Hún gaf út safn með ýmsum af sínum þekktu jólalögum á plötunni Hátíðarskap árið 2007 og heldur reglulega jólatónleika.[2]

Söngvakeppnin

[breyta | breyta frumkóða]

Þegar Söngvakeppni sjónvarpsins var fyrst haldin 1981 (5 árum áður en Ísland tók fyrst þátt í evrópsku kepnninni) tók Helga þátt með lagið „Sýnir“ eftir Bergþóru Árnadóttur.

Hún tók ekki þátt í undankeppninni fyrir Söngvakeppnina 1986, en var fengin til að flytja lagið „Gleðibankann“ með Pálma Gunnarssyni og Eiríki Haukssyni í fyrsta skipti sem Ísland tók þátt í evrópsku söngvakeppninni sem haldin var í Noregi.

Hún tók aftur þátt í undankeppni íslensku söngvakeppninnar árin 1990, 1991, og 1992.

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. 1,0 1,1 1,2 1,3 1,4 1,5 „„Þetta er mín plata". www.mbl.is. Sótt 2. ágúst 2019.
  2. 2,0 2,1 2,2 „Helg eru jól“. www.mbl.is. Sótt 2. ágúst 2019.
  3. 3,0 3,1 3,2 „Gleðibankinn stóð af sér bankahrunið“. www.mbl.is. Sótt 2. ágúst 2019.
  4. 4,0 4,1 4,2 4,3 „Notum hverja stund til að bregða okkur á bak“. Helgarpósturinn. 26. október 1979. bls. 22.
  5. „Gamlir Verzlingar fagna saman“. www.mbl.is. Sótt 2. ágúst 2019.
  6. „„Þetta er risastórt skref í lífinu fyrir mig og ákveðinn sigur". DV. 26. apríl 2017. Sótt 2. ágúst 2019.
  7. „Fetar Elísabet í fótspor mömmu?“. mbl.is. Sótt 2. ágúst 2019.
  8. „Höndlar hún að vera Eurovision-stjarna í tvær vikur? FÁSES tekur púlsinn á Elísabetu Ormslev – Við elskum Eurovision!“ (bandarísk enska). Sótt 2. ágúst 2019.
  9. 9,0 9,1 „Þú og ég frumflytja nýtt lag“. www.mbl.is. Sótt 2. ágúst 2019.
  10. „Erum bara rétt að byrja“. www.mbl.is. Sótt 2. ágúst 2019.
  11. „Jólin rokkuð inn“. www.mbl.is. Sótt 2. ágúst 2019.
  Þetta æviágrip sem tengist tónlist er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.