Fara í innihald

Gullinsækir

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Gullinsækir
Gullinsækir
Gullinsækir
Önnur nöfn
Golden retriever, Golden
Tegund
Veiðihundur, byssuhundur
Uppruni
Stóra-Bretland
Ræktunarmarkmið
FCI: Hópur 8, k. 1
AKC: Sporting Group
CKC: Sporting Dogs
KC: Gundogs
UKC: Gun dogs
Notkun
Fjölskylduhundur, vinnuhundur, veiðihundur
Lífaldur
10-12 ár
Stærð
stór (25-34 kg)
Tegundin hentar
Nýliðum
Aðrar tegundir
Listi yfir hundategundir

Gullinsækir eða golden retriever er vinsælt afbrigði af hundi, sem var upphaflega ræktað til þess að sækja bráð skotveiðimanna. Gullinsækir er algengur fjölskylduhundur. Hann er auðveldur í þjálfun, mjög umburðarlindur og þarfnast ekki mikils frá eigendum sínum annað en matar, reglulegrar hreyfingar og skoðunar hjá dýralækni. Gullinsækir geltir ef honum verður bylt við en er almennt geðgóður hundur og ekki ákjósanlegur sem varðhundur. Gullinsækir er vinsæll blindrahundur.

10 vikna gamall gullinsækir

Gullinsækir er fullvaxinn um eins árs gamall en nær fullri þyngd um tveggja ára gamall. Algengt er að rakkar verði um 56-61 cm á hæð á herðakamb en tíkur um 51-56 cm. Rakkar verða um 29-34 kg þegar þeir hafa náð fullri þyngd en tíkur yfirleitt um 27-32 kg.

  • „Hvar er hundakynið Golden Retriever upprunnið? Er það skylt Labrador Retriever?“. Vísindavefurinn.
  Þessi hundagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.