Ecce homo
Ecce homo (á íslensku „sjáið manninn“) eru fræg orð úr Biblíunni sem rómverski landstjórinn Pontíus Pílatus mælti í Jóhannesarguðspjalli.
Eftir að Jesú var dæmdur til dauða var hann pyntaður, klæddur í purpurakápu og þyrnikóróna sett á höfuð hans. Pontíus Pílatus fann enga sök hjá honum og þegar hann leiddi Jesú út til æðstu presta Gyðinga sagði hann „Ecce homo“ („Sjáið manninn!“). Pontíus vildi sýna að hann sá enga ástæðu til að dæma Jesú til dauða. Prestarnir kröfðust þess að hann yrði krossfestur og að lokum lét Pontíus undan.[1]
Menningarleg áhrif
[breyta | breyta frumkóða]Í gegn um söguna hefur „ecce homo“ verið túlkað í ýmis konar lista- og ritverkum. Meðal frægustu listamanna heims, þ.á.m. Caravaggio, Antonio da Coreggio, Andrea Mantegna og Honoré Draumier, hafa túlkað „ecce homo“ í list sinni. Heimspekingurinn Friedrich Nietzsche skrifaði bók sem heitir Ecce homo (en er oft kölluð „sjá manninn“ á íslensku). Þar að auki er mikill fjöldi hljómplatna sem heita Ecce homo.
Heimildaskrá
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ „Jóhannesarguðspjall 19. kafli“. Biblía 21. aldar. 30. desember 2017. Sótt 28. júlí 2024.