Brahmagupta
Útlit
Brahmagupta (um 598 – um 668) var indverskur stærðfræðingur og stjörnufræðingur sem ritaði tvær bækur um stjörnufræði: Brāhmasphuṭasiddhānta („rétt stofnuð kenning Brahma“) frá 628 sem fjallar um stærðfræðilega stjörnufræði, og Khaṇḍakhādyaka („ætur biti“) frá 665 sem fjallar um hagnýta stjörnufræðiútreikninga, báðar skrifaðar á sanskrít.
Brahmagupta var sá fyrsti sem setti fram reiknireglur með núlli. Engar sannanir koma fyrir í bókum hans svo ekki er vitað hvernig hann fann reglurnar út. Verk hans voru þýdd á arabísku á 8. öld og þaðan bárust hugmyndir hans til Evrópu. Þær áttu þátt í útbreiðslu tugakerfisins.