Árni M. Mathiesen
Útlit
Árni M. Mathiesen (ÁMM) | |||||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Formaður samgöngunefndar | |||||||||||||||||
Í embætti 1991–1992 | |||||||||||||||||
Sjávarútvegsráðherra | |||||||||||||||||
Í embætti 1999–2005 | |||||||||||||||||
Fjármálaráðherra | |||||||||||||||||
Í embætti 2005–2009 | |||||||||||||||||
Alþingismaður | |||||||||||||||||
| |||||||||||||||||
Persónulegar upplýsingar | |||||||||||||||||
Fæddur | 2. október 1958 Reykjavík | ||||||||||||||||
Æviágrip á vef Alþingis |
Árni M. Mathiesen (f. í Reykjavík 2. október 1958) er fyrrverandi fjármálaráðherra og var þingmaður Sjálfstæðisflokks á árunum 1991-2009. Árni er menntaður dýralæknir.
Foreldrar Árna eru Matthías Á. Mathiesen alþingismaður og ráðherra og Sigrún Þorgilsdóttir Mathiesen. Árni lauk stúdentsprófi frá Flensborgarskólanum í Hafnarfirði árið 1978, embættisprófi í dýralækningum frá háskólanum í Edinborg 1983 og prófi í fisksjúkdómafræði frá Stirling-háskóla 1985.
Árni starfaði um skeið við dýralækningar víðsvegar á landinu en gerðist svo framkvæmdastjóri Faxalax hf. 1988-1989. Árni sat á Alþingi á árunum 1991-2009. Hann var skipaður sjávarútvegsráðherra 1999 og fjármálaráðherra í september 2005.
Tenglar
[breyta | breyta frumkóða]- Æviágrip á heimasíðu Alþingis
- Árni og ríkið bótaskyld; grein af Mbl.is 23. apríl 2010
- Þurfa að greiða milljónir í miskabætur vegna skipun dómara; grein af Vísi.is 23. apríl 2010
Fyrirrennari: Geir H. Haarde |
|
Eftirmaður: Steingrímur J. Sigfússon | |||
Fyrirrennari: Þorsteinn Pálsson |
|
Eftirmaður: Einar K. Guðfinnsson |