Fara í innihald

Áhættusamfélag

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Áhættusamfélag er hugtak sem varð til upp úr 1990 til að lýsa hvernig nútímasamfélag er skipulagt miðað við áhættu, hugtakið er tengt verkum félagsfræðinganna Anthony Giddens og Ulrich Beck. Samkvæmt félagsfræðingnum Anthony Giddens er áhættusamfélag samfélag sem er sífellt meira upptekið af framtíðinni og öryggi sem býr til áhættu en Ulrich Beck skilgreinir áhættusamfélag sem kerfisbundna leið til að kljást við hættur og óöryggi sem tengist nútíma. Þessir höfundar benda á að mannkyn hafi alltaf búið við áhættu t.d. vegna náttúruhamfara en venjulega hafi verið litið á slíka áhættu þannig að hún stafaði ekki af manna völdum. Nútímasamfélögum sé hins vegar hætta búin vegna mengunaer, nýuppgötvaða sjúkdóma og glæpa sem stafi af nútímavæðingunni sjálfri. Giddens skilgreinir tvenns konar áhættu, ytri áhættu og tilbúna áhættu (manufacted risks) sem stafar af breytni manna sem framleiða og dreifa slíkri áhættu.

Þar sem tilbúin áhætta er manngerð þá halda Giddens og Beck því fram að það sé mögulegt fyrir samfélog að meta þá áhættu sem er búin til eða sem er að verða til. Þessi tegund af afturbliki geti svo breytt hinni áætluðu starfsemi. Þannig hafi t.d. í Chernobyl slysinu minnkað traust almennings og leitt til aukins regluverks um kjarnorkuver og orðið til að hætt var við sumar áætlanir um ný kjarnorkuver og þannig breytt nútímavæðingunni. Þessi aukna gagnrýni á iðnvæðingu nútímans hafi valdið afturbliki nútímavæðingar (reflexive modernization) skýrt með hugtökum eins og sjálfbærni og varfærni með því að leggja áherslu á fyrirbyggjandi mælingar í því augnamiði að minnka áhættu.

Ólík viðhorf eru til þess á hvern hátt áhættusamfélag tengist félagslegri lagskiptingu og stéttaskiptingu en flestir telja að félagsleg tengsl breytist við tilkomu tilbúinnar áhættu og afturbliks nútímavæðingar. Áhætta sé eins og auður dreift ójafnt um samfélagið og hafi áhrif á lífsgæði. Ulrich Beck bendir á að eldri form stéttaskiptingar sem hafi byggst að mestu á samsöfnun auðs þar sem fólk skipast í valdastöður sem fengust með því að forðast áhættu. Hann bendir á að útbreidd áhætta hafi boomerang áhrif og að einstaklingar sem búa til áhættu muni einnig verða fyrir þeirri sömu áhættu. Þannig muni auðugir einstaklingar sem eiga fjármagn í rekstri sem býr til mengun einnig verða fyrir henni t.d. ef grunnvatn mengast.