Fara í innihald

Michoacán

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Prentvæn útgáfa er ekki lengur studd og gæti verið með myndgerðarvillur. Uppfærðu bókamerki vafrans þíns og notaðu frekar sjálfgefna prentunaraðgerð vafrans.
Kort.

Michoacán (formlega Michoacán de Ocampo) er fylki í vestur-Mexíkó. Það er um 59.000 ferkílómetrar að flatarmáli og eru íbúar 4,7 milljónir (2020). Höfuðborgin heitir Morelia og er nefnd eftir José María Morelos einni af hetjum mexíkóska sjálfstæðisstríðsins. Michoacán þýðir hins vegar veiðimannastaður á nahúatl tungu frumbyggja og vísar í stóru vötnin í fylkinu. Purépecha-veldið var á svæðinu áður en Spánverjar komu og stóðst það árásir Asteka.

Mexíkóska eldfjallabeltið liggur um Michoacán frá vestri til austurs. Þekktast er Paricutín-eldfjallið.

Pátzcuaro-vatn er stórt stöðuvatn eða 1.525 km2 og er þar stunduð fiskveiði. Zirahuén-vatn er minna en bæði vötnin eru vinsæl meðal ferðamanna.