Za'atar
Za'atar (arabíska: زَعْتَر) er kryddjurt og kryddblanda sem er algeng í Mið-Austurlöndum. Sem kryddblanda inniheldur za'atar ýmsar kryddjurtir úr ættkvíslunum Origanum, Thymus, Calamintha og Satureja. Orðið za'atar getur líka átt við kryddjurtina Origanum syriacum.