Verzlunarskóli Íslands

Framhaldsskóli á Íslandi

Verzlunarskóli Íslands (eða Verzló eins og hann er oft kallaður) er framhaldsskóli til þriggja ára, staðsettur í Reykjavík. Skólinn var fyrst settur þann 12. október 1905 og tók til starfa um haustið sama ár. Á fyrsta starfsári hans voru 66 nemendur, en eru í dag yfir 900 talsins.

Verzlunarskóli Íslands

Stofnaður 1905
Tegund Einkaskóli
Skólastjóri Guðrún Inga Sívertsen
Nemendur 900 +
Nemendafélag NFVÍ
Staðsetning Ofanleiti 1
103 Reykjavík
Gælunöfn Verzló, Versló
Gælunöfn nemenda Verzlingar
Heimasíða verslo.is

Hermesarstafurinn er tákn Verzlunarskóla Íslands en Hermes er guð verslunar í grískri goðafræði.

Skólinn var stofnaður af Verzlunarmannafélagi Reykjavíkur og Kaupmannafélagi Reykjavíkur. Sumarið 1922 tók Verslunarráð Íslands að sér umsjón skólans, og hefur hann síðan verið undir yfirstjórn þess.

Skólinn útskrifaði fyrst stúdenta árið 1945, en stúdentsnámið tók þá sem lokið höfðu verslunarprófi tvö ár. Skólinn var í sex bekkjum árin 1944–1970, en árið 1971 voru tveir neðstu bekkirnir felldir niður og nemendur í staðinn teknir inn í skólann með landspróf eða gagnfræðapróf, og eftir árið 1974 samræmt grunnskólapróf.

Aðstaða skólans

breyta

Skólinn hefur starfað á sex stöðum í Reykjavík:

  • Vinaminni (Mjóstræti 3) fyrsta árið (1905–1906)
  • Melsteðshúsi við Lækjartorg árið 1906–1907
  • Hafnarstræti 19 árin 1907–1912
  • Vesturgötu 10 árin 1912–1931
  • Grundarstíg 24 árin 1931–1986
  • Ofanleiti 1 frá árinu 1986

Skólastjórar Verzlunarskóla Íslands

breyta
  • 1905–1915: Ólafur G. Eyjólfsson
  • 1915–1917: Jón Sívertsen
  • 1917–1918: Helgi Jónsson
  • 1918–1931: Jón Sívertsen
  • 1931–1953: Vilhjálmur Þ. Gíslason
  • 1953–1979: Jón Gíslason
  • 1979–1990: Þorvarður Elíasson
  • 1990–1991: Valdimar Hergeirsson
  • 1991–2005: Þorvarður Elíasson
  • 2005–2007: Sölvi Sveinsson
  • 2007–2021: Ingi Ólafsson
  • 2021–: Guðrún Inga Sívertsen

Félagslíf

breyta

Nemendafélag Verzlunarskóla Íslands (NFVÍ) starfrækir hátt í 50 nefndir og hundruðir nemenda í ýmsum klúbbum og nefndum við skólann og í stjórn nemendafélagsins.

Útgáfa

breyta

NFVÍ gefur meðal annars út skólablaðið Viljann sem kom fyrst út árið 1908 og árbókina sína, Verzlunarskólablaðið, einu sinni á ári og telur yfir 85 árganga. Auk þess gefur félagið út blöðin Örkina og Kvasir.

Nokkrir þekktir einstaklingar sem gengu í Verzlunarskóla Íslands

breyta

Heimildir

breyta

„Félagslíf“. Sótt 22. desember 2005.

Tenglar

breyta


Fyrri:
Menntaskólinn í Reykjavík
Sigurvegari Gettu betur
2004
Næsti:
Borgarholtsskóli