Grunnungur
(Endurbeint frá Tinca)
Grunnungur (fræðiheiti Tinca tinca) er fiskur sem tilheyrir ætt vatnakarpa. Hann lifir í vötnum og mjög hægfara ám um alla Evrópu og Asíu, einkum þar sem er leirbotn og mikið um gróður. Hann er alæta og étur botndýr og vatnajurtir.
Grunnungur | ||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Vísindaleg flokkun | ||||||||||||||
| ||||||||||||||
Tvínefni | ||||||||||||||
Tinca tinca (Linnaeus, 1758) |
Grunnungur er breiður fiskur með smágert hreistur og þykka hringlaga ugga, en einn ferkantaðan bakugga. Hann er grænn á bak og gulleitur á kvið með rauð augu. Þeir verða fullvaxnir 30-50 sm að lengd og 1-2 kíló að þyngd.