Skotbakvörður
leikstaða í körfubolta
Þessi grein inniheldur engar heimildir. Vinsamlegast hjálpaðu til við að bæta þessa grein með því að bæta við tilvísunum í áreiðanlegar heimildir. Efni sem ekki styðst við heimildir gæti verið fjarlægt. |
Leikstöður í körfuknattleik | |
Leikstjórnandi | |
Skotbakvörður | |
Lítill framherji | |
Kraftframherji | |
Miðherji |
Skotbakvörður er leikstaða í körfuknattleik. Hún er yfirleitt skipuð lágvaxnari, léttari og sneggri einstaklingi en framherjar. Hann er oftar en ekki besta skyttan í liðinu, en getur einnig keyrt að körfunni. Margir skotbakverðir geta einnig leikið stöðu lítils framherja.
Michael Jordan, einn þekktasti körfuknattleiksmaður sögunnar, var skotbakvörður, og hjálpaði til að við skilgreina stöðuna eins og hún er í dag. Aðrir frægir skotbakverðir fyrri tíma eru m.a. Clyde Drexler, Kobe Bryant, Ray Allen, Jerry West, Allen Iverson og Dwyane Wade.
Af þekktum íslenskum skotbakvörðum má m.a. nefna Pálmar Sigurðsson, Helga Jónas Guðfinnsson, Guðjón Skúlason, Magnús Þór Gunnarsson, og Herbert Arnarson.