London Stadium (áður Ólympíuleikvangurinn í London) er stór íþróttaleikvangur í Ólympíugarðinum í Stratford, London á Englandi. Hann var reistur sem aðalleikvangur fyrir Sumarólympíuleikana 2012 og Ólympíuleika fatlaðra 2012. Hann tekur 60-66.000 manns í sæti og er því þriðji stærsti íþróttaleikvangur Bretlands, á eftir Wembley Stadium og Twickenham Stadium. Um 80.000 komast á tónleika á vellinum.

Ólympíuleikvangurinn

Knattspyrnufélagið West Ham United er nú helsti leigjandi vallarins og notar hann sem heimavöll sinn.

Víðmynd.
  Þessi íþróttagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.