Iðnvæðing
Iðnvæðing nefndist sú þróun í samfélagi manna þegar það þróast frá landbúnaði og að iðnaði. Þessi þróun er hluti af nútímavæðingu í víðari skilningi, þar sem stórfelldar félagslegar og efnahagslegar breytingar verða fyrir tilstilli tæknilegrar nýsköpunar, sem er í mörgum tilfellum orkufrek. Með iðnvæðingu verða hagkerfi landa sérhæfðari og beinast í meiri mæli að fjöldaframleiðslu.
Fyrsta landið sem iðnvæddist var Bretland í byrjun Iðnbyltingarinnar á 18. öld.
Wikiorðabókin er með skilgreiningu á orðinu Iðnvæðing.