Hermesarstafurinn

Stafur í grískri goðafræði

Hermesarstafurinn[1] eða Merkúrsstafurinn (líka Hermesarsproti og slönguvölur[2]; gríska: κηρύκειον kerykeion; latína: caduceus) er gylltur stafur eða sproti sem tvær slöngur hlykkjast um og er vængjaður efst.[3] Guðinn Hermes er oft sýndur í höggmynda- og myndlist með Hermesarstafinn í vinstri hendi, en Hermes var sálnaleiðir (Ψυχαγωγός psýkagógos) og verndarguð kaupmanna, þjófa, lygara og fjárhættuspilara.

Hermesarstafurinn
Varast ber að rugla Hermesarstafnum saman við Asklepiosarstafinn og öfugt.

Hermesarstafurinn er tákn plánetunnar Merkúrs með kristnum krossi sem var bætt við táknið á miðöldum: ☿.[4][5] Á Íslandi er Hermesarstafurinn tákn Verzlunarskóla Íslands, enda Hermes (Merkúríus) guð verslunar.

Tilvísanir

breyta
  1. Ágúst Bjarnason (1910). „Siðspeki Epiktets“. Skírnir. 84: 26.
  2. Paul de Saint-Victor (1886). „Gerðir menn til Kaligúlu“. Iðunn. 4 (5–6): 366.
  3. Jón Gunnar Þorsteinsson (10.1.2008). „Hvers vegna er snákur notaður sem tákn læknisfræðinnar?“. Vísindavefurinn.
  4. Duncan, John Charles (1946). Astronomy: A Textbook. Harper & Brothers. bls. 125.
  5. Jones, Alexander (1999). Astronomical papyri from Oxyrhynchus. American Philosophical Society. bls. 62–63. ISBN 9780871692337. Afrit af uppruna á 11. apríl 2023. Sótt 19. mars 2023.
   Þessi fornfræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.