Heimsmeistaramót landsliða í knattspyrnu karla 1994

Heimsmeistaramót landsliða í knattspyrnu karla 1994 var í 15. sinn sem heimsmeistaramótið var haldið. Keppnin var haldin í Bandaríkjunum 17. júní til 17. júlí árið 1994.

Heimsmeistaramót landsliða í knattspyrnu 1994
World Cup USA '94
Upplýsingar móts
MótshaldariBandaríkin
Lið24
Leikvangar9 (í 9 borgum)
Sætaröðun
Meistarar Brasilía
Í öðru sæti Ítalía
Í þriðja sæti Svíþjóð
Í fjórða sæti Búlgaría
Tournament statistics
Leikir spilaðir52
Mörk skoruð141 (2,71 á leik)
Áhorfendur3.597.042 (69.174 á leik)

Val á gestgjöfum

breyta

Auk Bandaríkjanna sóttust Brasilía og Marokkó eftir að halda keppnina. Þegar atkvæði voru greidd þann 4. júlí 1988 þurfti einungis eina umferð þar sem Bandaríkin fengu rétt rúmlega helming atkvæða. Á þeim tímapunkti höfðu Bandaríkin ekki komist í úrlsitakeppni HM frá því í Brasilíu 1950, en FIFA batt miklar vonir við að keppnin gæti aukið áhuga á íþróttinni í landinu. Jákvæðar undirtektir Bandaríkjamanna við knattspyrnu á ÓL 1984 höfðu einnig áhrif á ákvörðunina.

Meðal skilyrða Alþjóðaknattspyrnusambandsins fyrir því að mótið færi fram í Bandaríkjunum var að komið yrði á laggirnar atvinnudeildarkeppni. Bandaríska úrvalsdeildin hóf göngu sína árið 1996. Öllum hugmyndum um að gera breytingar á reglunum til að auka áhuga bandarískra áhorfenda, s.s. að stækka mörkin eða taka upp aukaleikhlé var sópað út af borðinu.

Undankeppni

breyta

Forkeppnin hófst 21. mars 1992 og lauk þann 17. nóvember 1993. Júgóslavíu var vikið úr keppni vegna borgarastyrjaldar í landinu og Síle var enn í keppnisbanni eftir að hafa reynt að sviðsetja meiðsli markvarðar síns í forkeppni HM fjórum árum fyrr. Ekkert bresku landanna fjögurra komst í úrslitin en landslið Írlands var í fyrsta sinn með í úrslitum. Óvæntast var þó að Frakkar, Evrópumeistarar 1984 og gestgjafar næstu Heimsmeistarakeppni máttu sitja heima á kostnað búlgarska liðsins.

Þátttökulið

breyta

24 þjóðir mættu til leiks frá fimm heimsálfum.

Leikvangar

breyta
Pasadena, Kalifornía
(Los Angeles)
Stanford, California
(San Francisco)
Pontiac, Michigan
(Detroit)
Stanford Stadium Pontiac Silverdome Giants Stadium
Áhorfendur: 84.147 Áhorfendur: 77.557 Áhorfendur: 76.322
     
East Rutherford, New Jersey
(New York/New Jersey)
Dallas, Texas Chicago, Illinois
Rose Bowl Cotton Bowl Soldier Field
Áhorfendur: 94.194 Áhorfendur: 64.000 Áhorfendur: 63.160
     
Orlando, Flórída Foxborough, Massachusetts
(Boston)
Washington, D.C.
Citrus Bowl Foxboro Stadium Robert F. Kennedy Memorial Stadium
Áhorfendur: 62.387 Áhorfendur: 54.456 Áhorfendur: 53.121
     

Lukkudýr

breyta

Hundurinn Striker var valinn sem lukkudýr keppninnar. Það var hundur með mannlega eiginleika í knattspyrnubúningi í bandarísku fánalitunum. Striker var hannaður af teiknurum Warner Bros.

Keppnin

breyta

Riðlakeppnin

breyta

Keppt var í sex riðlum, hverjum með fjórum keppnisliðum. Tvö efstu liðin fóru í 16-liða úrslit, auk þeirra fjögurra liða í þriðja sæti sem bestum árangri náðu.

Riðill A

breyta

Þrjú lið komust áfram úr A-riðlinum, en ekki þó kólumbíska landsliðið sem talið hafði verið líklegt til stórafreka í keppninni. 2:0 sigur þeirra á Svisslendingum í lokaleiknum dugði ekki til þar sem Rúmenar unu heimamenn á sama tíma og skutust þannig af botninum og upp í efsta sætið. Það varpaði skugga á mótið að Kólumbíumaðurinn Andrés Escobar sem skoraði sjálfsmark í fyrsta leik var myrtur í heimalandi sínu þegar heim var komið.

Sæti Lið L U J T Sk Fe M.munur Stig
1   Rúmenía 3 2 0 1 5 5 0 6
2   Sviss 3 1 1 1 5 4 +1 4
3   Bandaríkin 3 1 1 1 3 3 0 4
4   Kólumbía 3 1 0 2 4 5 -1 3
18. júní 1994
  Bandaríkin 1-1   Sviss Pontiac Silverdome, Pontiac
Áhorfendur: 73.425
Dómari: Francisco Oscar Lamolina
Wynalda 44 Bregy 39
18. júní 1994
  Kólumbía 1-3   Rúmenía Rose Bowl, Pasadena
Áhorfendur: 91.856
Dómari: Jamal Al Sharif
Valencia 43 Răducioiu 15, 89, Hagi 34
22. júní 1994
  Rúmenía 1-4   Sviss Pontiac Silverdome, Pontiac
Áhorfendur: 61.428
Dómari: Neji Jouini
Hagi 35 Sutter 16, Chapuisat 52, Knup 65, 72
22. júní 1994
  Bandaríkin 2-1   Kólumbía Rose Bowl, Pasadena
Áhorfendur: 93.869
Dómari: Fabio Baldas
Escobar 35 (sjálfsm.), Stewart 52 Valencia 90
26. júní 1994
  Sviss 0-2   Kólumbía Stanford Stadium, Stanford
Áhorfendur: 83.401
Dómari: Peter Mikkelsen
Gaviria 44, Lozano 90
26. júní 1994
  Bandaríkin 0-1   Rúmenía Rose Bowl, Pasadena
Áhorfendur: 93.869
Dómari: Mario van der Ende
Petrescu 18

Riðill B

breyta

Brasilíumenn fóru vandræðalítið upp úr riðlinum og þurftu einungis jafntefli í lokaleiknum við Svía eftir að hafa unnið tvo fyrstu leikina. Oleg Salenko kom Rússum yfir í leiknum við Svía en Skandinavarnir svöruðu með þremur mörkum, sem gerði út um vonir Rússa í keppninni. Þeir náðu þó að bjarga andlitinu með 6:1 stórsigri á Kamerún í lokaleiknum þar sem Salenko setti nýtt met á HM með því að skora fimm mörk. Kamerún endaði því á botninum með eitt stig, sem voru sár vonbrigði fyrir spútniklið keppninnar fjórum árum fyrr.

Sæti Lið L U J T Sk Fe M.munur Stig
1   Brasilía 3 2 1 0 6 1 +5 7
2   Svíþjóð 3 1 2 0 6 4 +2 5
3   Rússland 3 1 0 2 7 6 +1 3
4   Kamerún 3 0 1 2 3 11 -8 1
19. júní 1994
  Kamerún 2-2   Svíþjóð Rose Bowl, Pasadena
Áhorfendur: 93.194
Dómari: Alberto Tejada Noriega
Embé 31, Omam-Biyik 47 Ljung 8, Dahlin 75
20. júní 1994
  Brasilía 2-0   Rússland Stanford Stadium, Stanford
Áhorfendur: 81.061
Dómari: Lim Kee Chong
Romário 26, Raí 52
24. júní 1994
  Brasilía 2-0   Kamerún Stanford Stadium, Stanford
Áhorfendur: 83.401
Dómari: Arturo Brizio Carter
Romário 39, Márcio Santos 66, Bebeto 73
24. júní 1994
  Svíþjóð 3-1   Rússland Pontiac Silverdome, Pontiac
Áhorfendur: 71.528
Dómari: Joël Quiniou
Brolin 39, Dahlin 60, 82 Salenko 6
28. júní 1994
  Rússland 6-1   Kamerún Stanford Stadium, Stanford
Áhorfendur: 74.914
Dómari: Jamal Al Sharif
Salenko 15, 41, 44, 72, 75 Radchenko 81 Milla 44
28. júní 1994
  Brasilía 1-1   Svíþjóð Pontiac Silverdome, Pontiac
Áhorfendur: 77.217
Dómari: Sándor Puhl
Romário 47 K. Andersson 23

Riðill C

breyta

Þjóðverjar unnu Bólivíu í opnunarleik keppninnar, 1:0. Sama dag komu Suður-Kóreumenn verulega á óvart með því að ná jafntefli gegn Spánverjum þrátt fyrir að hafa verið 2:0 undir þegar fimm mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma. Litlu mátti muna að Asíubúarnir endurtækju afrekið í lokaleiknum gegn Þýskalandi, þar sem Þjóðverjar komust í 3:0 en leiknum lauk 3:2 og evrópsku liðin tvö komust áfram í næstu umferð.

Sæti Lið L U J T Sk Fe M.munur Stig
1   Þýskaland 3 2 1 0 5 3 +2 7
2   Spánn 3 1 2 0 6 4 +2 5
3   Suður-Kórea 3 0 2 1 4 5 -1 2
4   Bólivía 3 0 1 2 1 4 -3 1
17. júní 1994
  Þýskaland 1-0   Bólivía Soldier Field, Chicago
Áhorfendur: 63.117
Dómari: Arturo Brizio Carter
Klinsmann 61
17. júní 1994
  Spánn 2-2   Suður-Kórea Cotton Bowl, Dallas
Áhorfendur: 56.247
Dómari: Peter Mikkelsen
Salinasn 51, Goikoetxea 55 Hong Myung-bo 85, Seo Jung-won 90
21. júní 1994
  Þýskaland 1-1   Spánn Soldier Field, Chicago
Áhorfendur: 63.113
Dómari: Filippi Cavani
Klinsmann 48 Goikoetxea 14
23. júní 1994
  Suður-Kórea 0-0   Bólivía Foxboro Stadium, Foxborough
Áhorfendur: 54.453
Dómari: Leslie Mottram
27. júní 1994
  Bólivía 1-3   Spánn Soldier Field, Chicago
Áhorfendur: 63.089
Dómari: Rodrigo Badilla
Sánchez 67 Guardiola 19, Caminero 66, 70
27. júní 1994
  Þýskaland 3-2   Suður-Kórea Cotton Bowl, Dallas
Áhorfendur: 63.998
Dómari: Joël Quiniou
Klinsmann 12, 37, Riedle 20 Hwang Sun-hong 52, Hong Myung-bo 83

Riðill D

breyta

Argentínumenn voru af mörgum taldir sigurstranglegasta lið keppninnar og byrjuðu þeir með látum í 4:0 sigri á Grikkjum og því næst 2:1 sigri á Nígeríu, sem vakið hafði athygli fyrir stórsigur sinn á Búlgörum í fyrsta leik. Draumurinn breyttist snögglega í martröð þegar fyrirliðinn Diego Maradona féll á lyfjaprófi. Vængbrotnir Argenínumennirnir töpuðu lokaleiknum gegn Búlgörum og máttu sætta sig við þriðja sætið í riðlinum á jafnmörgum stigum en lakara markahlutfalli og innbyrðisviðureignum en Búlgarir og Nígeríumenn. Öll þrjú liðin komust þó áfram í næstu umferð.

Sæti Lið L U J T Sk Fe M.munur Stig
1   Nígería 3 2 0 1 6 2 +4 6
2   Búlgaría 3 2 0 1 6 3 +3 6
3   Argentína 3 2 0 1 6 3 +3 6
4   Grikkland 3 0 0 3 0 10 -10 0
21. júní 1994
  Argentína 4-0   Grikkland Foxboro Stadium, Foxborough
Áhorfendur: 54.456
Dómari: Arturo Angeles
Batistuta 2, 44, 90, Maradona 60
21. júní 1994
  Nígería 3-0   Búlgaría Cotton Bowl, Dallas
Áhorfendur: 44.132
Dómari: Rodrigo Badilla
Yekini 21, Amokachi 42, Amunike 55
25. júní 1994
  Argentína 2-1   Nígería Foxboro Stadium, Foxborough
Áhorfendur: 54.453
Dómari: Bo Karlsson
Caniggia 21, 28 Siasia 8
26. júní 1994
  Búlgaría 4-0   Grikkland Soldier Field, Chicago
Áhorfendur: 63.160
Dómari: Ali Bujsaim
Stoichkov 5, 55, Letchkov 65, Borimirov 90
30. júní 1994
  Argentína 0-2   Búlgaría Cotton Bowl, Dallas
Áhorfendur: 63.998
Dómari: Neji Jouini
Stoichkov 61, Sirakov 90+3
30. júní 1994
  Grikkland 0-2   Nígería Foxboro Stadium, Foxborough
Áhorfendur: 53.001
Dómari: Leslie Mottram
George 45+2, Amokachi 90+5

Riðill E

breyta

Átta mörk voru skoruð í leikjunum sex í E-riðli, sem lauk á þann hátt að öll liðin fjögur luku keppni með jafnmörg stig. Því þurfti að horfa til markatölu og innbyrðisleikja. Mexíkó, sem tapaði fyrir Noregi í fyrsta leik, fékk toppsætið út á flest mörk skoruð. Írar og Ítalir voru með markatöluna 2:2 bæði lið, en írska liðið hlaut annað sætið útaf sigri í innbyrðisleiknum. Þriðja sætið dugði Ítölum til að komast áfram í keppninni. Liðið hafði unnið Norðmenn í annarri umferðinni 1:0 þrátt fyrir að vera manni færri í sjötíu mínútur. Norska landsliðið, sem hafði hæst komist í annað sæti heimslista FIFA nokkrum mánuðum fyrir keppnina sat eftir með sárt ennið á botni riðilsins.

Sæti Lið L U J T Sk Fe M.munur Stig
1   Mexíkó 3 1 1 1 3 3 0 4
2   Írland 3 1 1 1 2 2 0 4
3   Ítalía 3 1 1 1 2 2 0 4
4   Noregur 3 1 1 1 1 1 0 4
18. júní 1994
  Ítalía 0-1   Írland Giants Stadium, East Rutherford
Áhorfendur: 75.338
Dómari: Mario van der Ende
Houghton 11
19. júní 1994
  Noregur 1-0   Mexíkó RFK Stadium, Washington
Áhorfendur: 52.395
Dómari: Sándor Puhl
Rekdal 84
23. júní 1994
  Ítalía 0-1   Noregur Giants Stadium, East Rutherford
Áhorfendur: 74.624
Dómari: Hellmut Krug
D. Baggio 69
19. júní 1994
  Mexíkó 2-1   Írland Citrus Bowl, Orlando
Áhorfendur: 60.790
Dómari: Kurt Röthlisberger
García 42, 65 Aldridge 84
28. júní 1994
  Mexíkó 1-1   Ítalía RFK Stadium, Washington
Áhorfendur: 52.535
Dómari: Francisco Oscar Lamolina
Massaro 48 Bernal 57
28. júní 1994
  Írland 0-   Noregur Giants Stadium, East Rutherford
Áhorfendur: 72.404
Dómari: José Torres Cadena

Riðill F

breyta

Hollendingar og Belgar voru taldir hafa dottið í lukkupottinn þegar dregið var í riðla, enda Marokkó og Sádi-Arabía ekki talin líkleg til stórræða. Belgar unnu tvo fyrstu leiki sína, gegn Marokkó og grönnum sínum Hollendingum en máttu þó sætta sig við þriðja sætið í riðlinum eftir tap gegn spútnikliði Sáda, sem náðu mjög óvænt öðru sæti. Marokkó hélt heim án stiga.

Sæti Lið L U J T Sk Fe M.munur Stig
1   Holland 3 2 0 1 4 3 +1 6
2   Sádi-Arabía 3 2 0 1 4 3 +1 6
3   Belgía 3 2 0 1 2 1 +1 6
4   Marokkó 3 0 0 3 2 5 -3 0
19. júní 1994
  Belgía 1-0   Marokkó Citrus Bowl, Orlando
Áhorfendur: 61.219
Dómari: José Torres Cadena
Degryse 11
20. júní 1994
  Holland 2-1   Sádi-Arabía RFK Stadium, Washington
Áhorfendur: 50.535
Dómari: Manuel Díaz Vega
Jonk 50, Taument 86 Anwar 18
25. júní 1994
  Sádi-Arabía 2-1   Marokkó Giants Stadium, East Rutherford
Áhorfendur: 76.322
Dómari: Philip Don
Al-Jaber 7, Anwar 45 Chaouch 26
25. júní 1994
  Belgía 1-0   Holland Citrus Bowl, Orlando
Áhorfendur: 62.387
Dómari: Renato Marsiglia
Albert 65
29. júní 1994
  Belgía 0-1   Sádi-Arabía RFK Stadium, Washington
Áhorfendur: 52.959
Dómari: Hellmut Krug
Al-Owairan 5
29. júní 1994
  Marokkó 1-2   Holland Citrus Bowl, Orlando
Áhorfendur: 60.578
Dómari: Alberto Tejada Noriega
Nader 47 Bergkamp 43, Roy 77

Útsláttarkeppnin

breyta

Tvö efstu liðin úr hverjum forriðli fóru áfram í 16-liða úrslit sem leikin voru með útsláttarfyrirkomulagi.

16-liða úrslit

breyta

Ítalir komust í hann krappann gegn Nígeríumönnum, jöfnuðu undir lokin og knúðu að lokum fram sigur með vítaspyrnumarki í framlengingu. Grípa þurfti til vítaspyrnukeppni í leik Búlgara og Mexíkó, þar sem norður-ameríska liðið mátti enn og aftur sætta sig við að falla úr leik í fyrstu umferð útsláttarkeppninnar. Fjörugasta viðureignin var keppni Rúmena og Argentínu sem lauk með 3:2 sigri fyrrnefnda liðsins eftir harðar sóknarlotur andstæðinganna.

2. júlí 1994
  Þýskaland 3-2   Belgía Soldier Field, Chicago
Áhorfendur: 60.246
Dómari: Kurt Röthlisberger, Sviss
Völler 6, 38, Klinsmann 11 Grün 8, Albert 90
2. júlí 1994
  Spánn 3-0   Sviss RFK-leikvangurinn, Washington
Áhorfendur: 53.121
Dómari: Mario van der Ende, Hollandi
Hierro 15, Enrique 74, Begiristain 86 (vítasp.)
3. júlí 1994
  Sádi Arabía 1-3   Svíþjóð Cotton Bowl, Dallas
Áhorfendur: 60.277
Dómari: Renato Marsiglia, Brasilíu
Al-Ghesheyan 85 Dahlin 6, Andersson 51, 88
3. júlí 1994
  Rúmenía 3-2   Argentína Rose Bowl, Pasadena
Áhorfendur: 90.469
Dómari: Pierluigi Pairetto, Ítalíu
Dumitrescu 11, 18, Hagi 58 Batistuta 16 (vítasp.), Balbo 75
4. júlí 1994
  Holland 2-0   Írland Citrus Bowl, Orlando
Áhorfendur: 61.355
Dómari: Peter Mikkelsen, Danmörku
Bergkamp 11, Jonk 41
4. júlí 1994
  Brasilía 1-0   Bandaríkin Stanford Stadium, Stanford
Áhorfendur: 84.147
Dómari: Joël Quiniou, Frakklandi
Bebeto 72
5. júlí 1994
  Nígería 1-2 (e.framl.)   Ítalía Foxboro Stadium, Foxborough
Áhorfendur: 54.367
Dómari: Arturo Brizio Carter, Mexíkó
Amunike 25 R. Baggio 88, 102 (vítasp.)
5. júlí 1994
  Mexíkó 1-1 (2-4 e.vítake.)   Búlgaría Giants Stadium, East Rutherford
Áhorfendur: 71.030
Dómari: Jamal Al Sharif, Sýrlandi
García Aspe 18 (vítasp.) Stoichkov 6

Fjórðungsúrslit

breyta

Ítalir voru fyrstir liða til að tryggja sér sæti í undanúrslitum eftir sigurmark á lokamínútunum gegn Spáni. Hollendingar lentu 0:2 undir gegn Brasilíumönnum, náðu að jafna metin en töpuðu þó að lokum 2:3. Óvæntustu úrslitin litu dagsins ljós þar sem Búlgarir skelltu heimsmeisturum Þjóðverja, 2:1 í æsispennandi leik. Eina viðureignin sem endaði með vítaspyrnukeppni var leikur Rúmena og Svía sem lauk með sigri þeirra síðarnefndu.

9. júlí 1994
  Ítalía 2-1   Spánn Foxboro Stadium, Foxborough
Áhorfendur: 53.400
Dómari: Sándor Puhl, Ungverjalandi
D. Baggio 25, R. Baggio 88 Caminero 58
9. júlí 1994
  Holland 2-3   Brasilía Cotton Bowl, Dallas
Áhorfendur: 63.500
Dómari: Rodrigo Badilla, Kosta Ríka
Bergkamp 64, Winter 76 Romário 53, Bebeto 63, Branco 81
10. júlí 1994
  Búlgaría 2-1   Þýskaland Giants Stadium, East Rutherford
Áhorfendur: 72.000
Dómari: José Torres Cadena, Kólumbíu
Stoichkov 75, Letchkov 78 Matthäus 47 (vítasp.)
10. júlí 1994
  Rúmenía 2-2 (6-7 e.vítake.)   Svíþjóð Stanford Stadium, Stanford
Áhorfendur: 83.500
Dómari: Philip Don, Englandi
Răducioiu 88, 101 Brolin 78, K. Andersson 115

Undanúrslit

breyta

Tvö mörk frá Roberto Baggio um miðjan fyrri hálfleik fóru langleiðina með að tryggja Ítölum sæti í sínum fyrsta úrslitaleik frá 1982. Síðar sama dag komust Brasilíumenn í úrslit í fyrsta sinn frá 1970 eftir sigur á Svíum sem misstu mann af velli eftir um klukkustundar leik.

13. júlí 1994
  Búlgaría 1-2   Ítalía Giants leikvangurinn, East Rutherford
Áhorfendur: 74.110
Dómari: Joël Quiniou, Frakklandi
Stoichkov 44 (vítasp.) R. Baggio 21, 29
13. júlí 1994
  Svíþjóð 0-1   Brasilia Rose Bowl, Pasadena
Áhorfendur: 91.856
Dómari: José Torres Cadena, Kólumbíu
Romário 80

Bronsleikur

breyta

Svíar áttu ekki í neinum vandræðum með úrvinda lið Búlgaríu í leiknum um þriðja sætið. Fjórir leikmenn skiptu á milli sínum mörkunum sem öll voru skoruð í fyrri hálfleik.

16. júlí 1994
  Svíþjóð 4-0   Búlgaría Rose Bowl, Pasadena
Áhorfendur: 91.500
Dómari: Ali Bujsaim, Sameinuðu arabísku furstadæmunum
Brolin 8, Mild 30, Larsson 37, K. Andersson 39

Úrslitaleikur

breyta

Í fyrsta og eina sinn í sögunni tókst hvorugu liðinu í úrslitaleik HM að skora í venjulegum leiktíma eða framlengingu. Grípa þurfti til vítaspyrnukeppni þar sem Roberto Baggio, hetju Ítala á mótinu, brást bogalistinn á ögurstundu. Brasilíska liðið tileinkaði sigurinn landa sínum, ökuþórnum Ayrton Senna sem farist hafði í bílslysi nokkru áður.

17. júlí 1994
  Brasilía 0-0 (3-2 e.vítake.)   Ítalía Rose Bowl, Pasadena
Áhorfendur: 94.194
Dómari: Sándor Puhl, Ungverjalandi

Markahæstu leikmenn

breyta

Hristo Stoichkov og Oleg Salenko deildu gullskó FIFA með sex mörk skoruð. Alls skipti 81 leikmaður á milli sín 141 marki, eitt þeirra var sjálfsmark.

6 mörk
5 mörk
4 mörk

Heimildir

breyta