Gagnhyggja

Heimspekikenning

Gagnhyggja (gagnsemishyggja, notahyggja, pragmatismi og hentistefna (hentistefna er einnig samheiti lýðhyggju), stundum kölluð verkhyggja og í eldra máli athafnaheimspeki) er heimspekikenning um sannleikann sem á rætur að rekja til Bandaríkjanna á fyrri hluta 19. aldar. Hún fjallar í stuttu máli um að; það sem gengur upp er satt. Mikilvægir þættir kenningarinnar eru þrásækni afleiðinga, gagnsemi og hagkvæmni sannleikans. Gagnhyggjan afneitar því að hugmyndir og vitsmunir gefi nákvæma mynd af raunveruleikanum og því andstæð kenningum formhyggju og skynsemishyggju. Staðfesti tilraun tilgátu, þá er hún rétt ef allt gengur upp, gagnhyggjumenn nota þó mismunandi aðferðir við tilraunir á tilgátum.

  Þessi heimspekigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.