Fremribyggð
Fremribyggð er byggðarlag í framanverðum Skagafirði og tilheyrði áður Lýtingsstaðahreppi. Nafnið er þó sjaldan notað nú á tímum.
Fremribyggð tekur við af Neðribyggð sunnan við Mælifellsá og liggur meðfram Svartá. Þar eru nokkrir bæir, meðal annars prestssetrið Mælifell. Landnámsmaðurinn Vékell hamrammi nam land á Fremribyggð og bjó á Mælifelli. Raunar er Þorviður nokkur einnig sagður hafa numið þetta svæði.