Fimmti Bítillinn
Fimmti Bítillinn er óformlegur titill sem hefur verið notaður yfir fólk sem hefur á einum tímapunkti verið meðlimur Bítlanna eða átt sterk tengsl við John Lennon, Paul McCartney, George Harrison, og Ringo Starr. Hugtakið „fimmti Bítilinn“ birtist fyrst í blöðum fljótt eftir að hljómsveitin hlaut heimsfrægð á árunum 1963–64. Meðlimir sveitarinnar hafa komið með sínar skoðanir á því hverjum mætti lýsa með titlinum:
- McCartney sagði í tvö skipti að „ef einhver væri fimmti Bítillinn“, þá væru það umboðsmaðurinn Brian Epstein (í viðtali við BBC árið 1997)[1] og framleiðandinn George Martin (í minningargrein árið 2016).[2]
- Þegar Bítlarnir voru vígðir inn í Frægðarhöll rokksins árið 1988 sagði Harrison að það væru einungis tveir sem væru „fimmti Bítillinn“: umboðsmennirnir Derek Taylor og Neil Aspinall.[3]
Uppruni titilsins má rekja til ársins 1964 þegar bandaríski plötusnúðurinn Murray the K lýsti sjálfum sér sem „fimmta Bítilinn“ vegna mikillar umfjöllunar hans um þá í útvarpsþættinum sínum. Aðrir sem hafa verið nefndir „fimmti Bítillinn“ eru upprunalegi trommuleikarinn þeirra Pete Best, bassaleikarinn Stuart Sutcliffe, og hljómborðsleikarinn Billy Preston.[4]
Tilvísanir
breyta- ↑ brianepstein.com: McCartney's comments about the fifth Beatle. Retrieved 12 March 2007
- ↑ „Paul McCartney“. web.facebook.com. Afrit af upprunalegu geymt þann 26. febrúar 2022. Sótt 23. maí 2017.
- ↑ Du Noyer, Paul (2012). Liverpool – Wondrous Place: From the Cavern to the Capital of Culture. Virgin Digital. bls. 43. ISBN 978-0753512692.
- ↑ Bates, Claire (9. mars 2019). „Who most earned the title 'fifth Beatle'?“. Sótt 29. janúar 2020.