Eitur
Eitur eða eiturefni eru lífræn- eða ólífræn efnasambönd, sem í nægjanlega stórum skömmtun valda eitrun eða jafnvel dauða. Sumt eitur er notað til að eyða meindýrum, t.d. skordýraeitur og rottueitur, en mörg eru mikilvæg efni við vinnslu ýmiss konar eða iðnað, en önnur eru aukaafurðir.
Dæmi um eiturefni og eituráhrif þeirra
breytaLD50 gildi eru oft notuð til að ákvarða bráða eiturhrif. LD50 (skammstöfun lethal dose) eða meðal banvænn skammtur í eiturefnafræði og er skammturinn sem þarf til að drepa helming tilraunadýra. [heimild vantar]
Eftirfarandi dæmi eru skráð í lækkandi röð eftir LD50 gildum.
- Vatn: 90000 mg/kg
- Sakkarósi: 30000 mg/kg
- Askorbínsýra 12000 mg/kg
- Etanól 7060 mg/kg
- Natríumklóríð 3000 mg/kg
- Parasetamól
- Íbúfen 900 mg/kg
- Koffein 192 mg/kg
- Nikótín 50 mg/kg
- Arsenik 14 mg/kg
- Kalíumsýaníð 5 mg/kg
- Kvikasilfur (II) klóríð 1 mg/kg
- Tetródótoxín 0,3 mg/kg
- 2,3,7,8-Tetraklórdíbensó-p-díoxín 0,02 mg/kg
- Bótúlíntoxín 0,000001 mg/kg
Logaritmískur kvarði getur gert stóra muninn skýrari. [heimild vantar]