Barrtré eru plöntur af ætt berfrævinga (Pinophyta). Flest eru þau sígræn.

Barrtré
Tímabil steingervinga: Moscovian til nútíma
Barrskógar geta þakið stór svæði þrátt fyrir að vera með fáar tegundir, svo sem þessi í Fossafjöllum í vesturhluta Norður-Ameríku.
Barrskógar geta þakið stór svæði þrátt fyrir að vera með fáar tegundir, svo sem þessi í Fossafjöllum í vesturhluta Norður-Ameríku.
Vísindaleg flokkun
Veldi: Heilkjörnungar (Eukaryota)
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Fylking: Berfrævingar (Pinophyta)
Flokkur: Pinopsida
Ættir og undirættir
Samheiti
  • Coniferophyta
  • Coniferae

Barrskógabeltið eða taiga á erlendum málum, þekur stórt svæði á norðurhveli jarðar, aðallega í Rússlandi og Kanada. Tiltölulega fáar tegundir trjágróðurs þekja mikil svæði í norðlægum barrskógum. Þær eru af fjórum meginættkvíslum; lerki (Larix), greni (Picea), þinur (Abies) og fura (Pinus). Í Norður-Ameríku eru tvær tegundir af þin og tvær tegundir af greni ríkjandi en í Skandinavíu og vestur Rússlandi er skógarfuran (Pinus sylvestris) afar útbreidd. [1]

Stærsta tré í heimi, fjallarauðviðurinn (Sequoiadendron giganteum, áður þekkt sem risafura) er barrtré og einnig það hæsta; strandrauðviður (Sequoia sempervivens).[2]

Lýsing

breyta

Barrtré hafa löng og mjó, nálarlaga eða hreisturlaga laufblöð sem eru kölluð barr. Barrið er í raun upprúlluð laufblöð. Flest barrtré vaxa meira upp en til hliðar og eru því oft eins og keila í laginu. Barrtré þurfa ekki eins mikið vatn og lauftré og geta því vaxið þar sem lauftré þrífast ekki. Sumt barr hefur vaxkennda húð á yfirborðinu sem verndar það.

Barr inniheldur líka ýmis efni sem virka eins og frostlögur. Það þolir því vel kulda og flest barrtré halda því barrinu á veturna. Trén eru þess vegna græn á litinn allan ársins hring. Margar mismunandi gerðir eru til af barrtrjám.[3]

Á Íslandi eru fura, greni og lerki algengust. Lerki er sérstakt af því að það fellir barrið á haustin. Eina upprunalega barrtréð eftir síðustu ísöld á Íslandi er einir sem, ólíkt flestum öðrum barrtrjám, myndar ekki alvöru köngla. Ýmsar tegundir hafa verið reyndar í skógrækt.[4]

Listi barrtrjáa sem ræktuð hafa verið á Íslandi

breyta

(Listinn er ekki tæmandi)

[5]

Tengt efni

breyta

Lauftré

Tilvísanir

breyta
  1. http://www.visindavefur.is/svar.php?id=51435
  2. http://www.visindavefur.is/svar.php?id=676
  3. „Geymd eintak“. Afrit af upprunalegu geymt þann 5. mars 2016. Sótt 5. desember 2018.
  4. „Geymd eintak“. Afrit af upprunalegu geymt þann 24. janúar 2018. Sótt 5. desember 2018.
  5. „Geymd eintak“. Afrit af upprunalegu geymt þann 24. janúar 2018. Sótt 5. desember 2018.