1741
ár
Ár |
Áratugir |
Aldir |
Árið 1741 (MDCCXLI í rómverskum tölum)
Á Íslandi
breyta- Ludvig Harboe varð biskup á Hólum.
- Ferming barna var lögfest á Íslandi.
Fædd
- 19. ágúst - Árni Þórarinsson Hólabiskup (d. 1787).
- Guðmundur Magnússon, fornfræðingur (d. 1798).
- Ólafur Olavius, rithöfundur (d. 1788).
Dáin
- 5. ágúst - Oddur Sigurðsson lögmaður (f. 1681).
- Þórdís Jónsdóttir í Bræðratungu, fyrirmyndin að Snæfríði Íslandssól í Íslandsklukkunni.
Erlendis
breyta- 10. apríl - Austurríska erfðastríðið: Austurríkismenn töpuðu í orrustu gegn Friðrik mikla.
- 4. maí - Vitus Bering hóf að kanna strendur Síberíu og Alaska frá Petropavlovsk-Kamtsjatskíj. Hann lést síðar á árinu.
- 9. maí - Spánverjar unnu sigur á breska flotanum við Cartagena í Nýja-Granada (Kólumbíu).
- 25. júní - María Teresa af Austurríki var krýnd drottning Ungverja.
- 15. júlí - Rússinn Alexei Chirikov og hans menn stigu á suðausturströnd Alaska, og urðu þar með fyrstu Evrópubúarnir til að koma þangað.
- 23. ágúst - Yfir 2.000 létust í Japan vegna flóðbylgju af völdum eldgoss.
- 6. desember - Elísabet Petrovna varð keisaraynja í Rússlandi eftir valdarán.
- Hans Egede var skipaður biskup yfir Grænlandi.
Fædd
- 13. mars - Jósef 2. keisari hins heilaga rómverska ríkis (d. 1790).
- 23. maí - Andrea Luchesi, ítalskt tónskáld (d. 1801).
Dáin
- 28. júlí - Antonio Vivaldi, ítalskt tónskáld (f. 1678).
- 19. desember - Vitus Bering, danskur heimskautakönnuður (f. 1681).
- Úlrika Leonóra, drottning Svíþjóðar (f. 1688).
- Jethro Tull, enskur búnaðarfrömuður (f. 1674).