Þing

stofnun sem notar þingsköp til ákvarðana kjörinna fulltrúa

Þing er nú til dags hugtak sem haft er um hóp sérstaklega kjörinna manna, fulltrúa, sem kjörnir eru til þess að taka ákvarðanir í nafni heildarinnar um einhver nánar skilgreind málefni. Þjóðþing eru kjörin í kosningum og nefnast fulltrúarnir þingmenn. Slík þing eru kosin með það fyrir augum að setja þegnunum lög, hefur það þá löggjafarvald, og að veita ríkisstjórn landsins aðhald, því að ráðherrar, sem fara með framkvæmdavald hver á sínu sviði, eru ábyrgir gagnvart þinginu.

Orðið var upprunalega notað yfir samkomur sem flestir germanskir ættbálkar héldu meðal annars til að ákvarða um málefni ættbálksins. Þá höfðu oftast allir frjálsir menn sem honum tilheyrðu atkvæðisrétt. Þing norrænna ríkja sem svo heita í dag má flest rekja til slíkra þinga.

Þing ýmissa landa

breyta